Skemmtilegur fótboltaskóli hjá Þór/KA-stelpum

Áhugasamir iðkendur og þjálfarar í páskafótboltaskóla Þórs/KA.
Áhugasamir iðkendur og þjálfarar í páskafótboltaskóla Þórs/KA.

Leikmenn meistaraflokks Þór/KA buðu strákum og stelpum upp á páskafótbolatskóla í dymbilvikunni. Færri komust að en vildu.

Páskafótboltaskólinn var í boði fyrir stelpur og stráka í 5., 6. og 7. flokki (7-12 ára) og var meðal annars liður í fjáröfluln leikmanna fyrir æfingaferð til Englands í sumar, en um leið tækifæri til að ná meiri tengslum við unga iðkendur og bjóða þeim upp á skemmtilegar aukaæfingar í páskafríinu frá skólunum.

Frábær aðsókn var að skólanum, svo mikil að það kom skipuleggjendum á óvart og þurfti því á endanum að loka fyrir skráningar og setja á biðlista. Nokkrir komust inn af biðlistanum, en því miður var ekki unnt að taka við öllum sem óskuðu eftir. Vonandi gefur þetta fyrirheit um að slíkt námskeið geti orðið að árlegum viðburði hjá stelpunum og með breytingu á skipulagi þannig að hægt verði að taka við öllum sem þess óska.

Nánar er fjallað um páskafótboltaskólann í frétt á thorka.is, þar sem einnig má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilegu dögum.