Skólastjóri óskast í íþrótta- og tómstundaskóla Þórs

Íþróttafélagið Þór leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi til að stýra íþrótta- og tómstundaskóla Þórs í sumar. Leitað er að einstaklingi með menntun og/eða starfsreynslu sem nýtist í starfinu.

Markmið skólans er að bjóða upp á fjölþætta íþrótta- og tómstunaiðkun til að efla líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska barnanna, auk þess að auka áhuga barna á útivist og íþróttum. Skólinn verður starfræktur í húsnæði Glerárskóla í sumar, en þar er góð aðstaða fyrir slíka starfsemi, bæði innan og utan dyra.