Skráning í Pollamótið er hafin!

Nokkuð er síðan opnað var fyrir skráningu liða á Pollamótið 2022 og eru skráningar byrjaðar að streyma inn. Eins og í fyrra eiga allar skráningar að fara í gegnum www.pollamot.is Þar eru ítarlegar leiðbeiningar um hið annars einfalda kerfi til að skrá lið til leiks.

Athugið að skrá þarf upplýsingar um liðið, ásamt nafni og kennitölu leikmanna. Ef óvíst er um þátttöku einhverra leikmanna er hægt að bæta þeim inn í viðkomandi lið síðar (sjá hnappinn „bæta við leikmanni“), en lágmark til að skrá lið til keppni í upphafi er að skrá sjö leikmenn. Val er um hvort greitt er strax við skráningu með kreditkorti eða með millifærslu. Upplýsingar koma fram þegar farið er í gegnum skráningarferlið.

Leikmannamarkaðurinn er einnig kominn af stað, sjá fyrri frétt.

Liðsgjaldið (staðfestingargjald) er það sama og áður, 10.000 krónur á lið. Að auki er þátttökugjald á hvern leikmann 7.000 krónur.

Dæmi: Ef lið er skráð með 10 leikmönnum er gjaldið 10.000 + (10 x 7.000) = 80.000 krónur.