Stelpurnar af stað eftir EM-hlé

Stelpurnar okkar hefja leik að nýju í Bestu deildinni í dag eftir langt hlé vegna EM í Englandi.

Liðið hélt til Reykjavíkur í dag þar sem þær munu mæta Val að Hlíðarenda og hefst leikurinn klukkan 17:30.

Valur trónir á toppi deildarinnar um þessar mundir og hafa aðeins tapað einum leik í sumar en það var einmitt gegn Þór/KA í 2.umferð í vor.

Hvetjum okkar fólk til að mæta í stúkuna og hafa hátt.