Sumaræfingar fótboltans að hefjast

Æfingar samkvæmt sumaræfingatöflu hefjast á Þórssvæðinu þriðjudaginn 7.júní næstkomandi.

Töfluna má nálgast með því að smella hér

Sumartaflan er í gildi til 22.ágúst að undanskildu því að yngri flokkar Þórs taka árlegt sumarfrí í kringum verslunarmannahelgi, þ.e. dagana 28.júlí-2.ágúst.

Skráning iðkenda fer fram í gegnum Sportabler og er mikilvægt að foreldrar séu með Sportabler samskiptaforritið þar sem þjálfarar nota Sportabler til að koma upplýsingum á framfæri auk þess sem skráning á mót og fleira því tengt fer fram á samskiptaforritinu.

Allar upplýsingar um Sportabler og skráningu iðkenda má nálgast með því að smella hér

Tækniæfingar

Auk hefðbundinna æfinga verða tækniæfingar í boði fyrir 4.-6.flokk. Um er að ræða 45 mínútna æfingar sem miða að því að bæta tækni einstaklings. Verða æfingarnar á milli klukkan 14 og 16 virka daga og verður skráning sýnileg á Sportabler í aðdraganda þeirra en tækniæfingar hefjast í vikunni 13.-17.júní.

Markmannsæfingar

Markmannsæfingar verða í boði fyrir þá iðkendur sem hafa tekið ákvörðun um að spila sem markmenn og eru þær æfingar aðeins fyrir markverði í 5.flokki og eldri. Þeir iðkendur ættu að hafa fengið upplýsingar varðandi markmannsæfingar sendar til sín á Sportabler. Einnig verða af og til markmannsæfingar fyrir yngri iðkendur og verða þær þá inn á æfingum 6. og 7.flokks.

Hvar er æft?

Líkt og undanfarin sumur munu yngri flokkarnir að mestu notast við Lundinn, Ásinn og Skansinn til æfinga en ljóst er að yngri flokkar munu þurfa að nýta Bogann að einhverju leyti í allt sumar.

Fyrstu vikur sumarsins verður að mestu notast við Ásinn og Skansinn á meðan viðgerðir standa yfir á Lundinum en vonir standa til að hægt verði að nota Lundinn snemma í júlí. Búið er að koma fyrir upplýsingaskjá í Hamri og þar geta iðkendur séð hvar æfing hvers dags er hjá viðkomandi flokki.