Þórsarar mæta Grindvíkingum

Gasmengunarspáin fyrir daginn gerir það ekki beint spennandi að spila fótbolta í Grindavík, en það er engu að síður það sem er á dagskrá Þórsliðsins í dag.

Þórsarar fara til Grindavíkur og mæta heimamönnum þar í 10. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn hefst kl. 18. Fyrir leikinn eru Grindvíkingar í 4. sæti með 14 stig, en Þórsarar aðeins stigi á eftir og í 7. sætinu.

Þór og Grindavík hafa ekki verið mörg ár saman í næstefstu deild, leikirnir samtals orðnir 12. Hnífjafnt er á milli liðanna, Þór með fimm sigra, Grindavík fimm, en tvisvar hefur orðið jafntefli. Þórsarar hirtu fjögur stig í viðureignum þessara liða í Lengjudeildinni í fyrra. Þá urðu lyktir 1-1 á Þórsvellinum í fyrri umferðinni og Þór vann síðan 2-1 sigur í Grindavík í seinni umferðinni.

Leikurinn verður í beinni á YouTube rás Lengjudeildarinnar, sjá hér: