Þórsararnir spiluðu í tapi gegn Svíum

Aron Ingi (17), Bjarni Guðjón (8) og Kristófer (20).
Aron Ingi (17), Bjarni Guðjón (8) og Kristófer (20).

Íslenska U19 ára landsliðið í fótbolta beið lægri hlut fyrir jafnöldrum sínum frá Svíþjóð ytra í dag en um var að ræða vináttuleik.

Þórsararnir Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon voru í byrjunarliði Íslands og lék Bjarni allan leikinn á meðan Aroni Inga var skipt af velli eftir tæplega klukkutíma leik. Á sama tíma kom Kristófer Kristjánsson inn af bekknum.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Svía en Kristófer lagði upp eina mark Íslands í leiknum þegar hann lagði boltann fyrir fætur Sigurðs Steinars Björnssonar sem minnkaði muninn í 2-1 í uppbótartíma.

Þetta var seinni af tveimur vináttuleikjum liðsins í ferðinni, en Ísland vann fyrri leikinn 3-1 gegn Noregi.

Næsta verkefni liðsins er fyrsta umferð undankeppni EM 2023 í nóvember. Þar er Ísland í riðli með Frakklandi, Ítalíu og Sviss, en leikið er á Ítalíu.

Strákarnir eftir sigurleikinn gegn Norðmönnum. Mynd: Hulda Margrét ljósmyndari