Þrír efnilegir Þórsarar í u19 landsliðsverkefni

Kristófer Kristjánsson í leik gegn Selfossi. 
Mynd: Skapti Hallgríms
Kristófer Kristjánsson í leik gegn Selfossi.
Mynd: Skapti Hallgríms

Þrír efnilegir leikmenn úr yngri flokka starfi okkar hafa verið valdir í U19 ára landslið Íslands.

Aron Ingi Magnússon, Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Kristófer Kristjánsson. Þeir eru allir fæddir árið 2004 og hafa tekið stóran þátt í sumrinu hjá meistaraflokk karla hjá Þór. Aron Ingi gekk svo til liðs við Venezia á miðju sumri.

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í tveimur vináttuleikjum í september.

Ísland mætir Noregi 21. september og Svíþóð 24. september, en báðir leikirnir fara fram í Svíþjóð.

Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2023. Ísland er þar í riðli með Frakklandi, Skotlandi og Kasakstan og fer hann fram dagana 16.-22. nóvember.

Við óskum drengjunum til hamingju með valið og megi þeim ganga sem best í þessu flotta verkefni!