Tímabilinu lokið hjá strákunum

Josip er okkar reynslumesti leikmaður en hefur nú lokið tímabilinu með Þór. Mynd: Þórir Tryggva
Josip er okkar reynslumesti leikmaður en hefur nú lokið tímabilinu með Þór. Mynd: Þórir Tryggva

Eftir tap í gær gegn Fjölni í seinni leiknum í umspili um laust sæti í Olísdeildinni er ljóst að okkar drengir spila á næsta ári í Grill66 deildinni í handbolta.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og eftir að Fjölnir náði þriggja marka forystu um miðbik seinni hálfleiks í stöðunni 15-12 þá tóku okkar menn góðann sprett og leiddu í leikhléi 17-16. Í seinni hálfleik var liðið hins vegar langt frá sínu besta og fór munurinn mest í sjö mörk í stöðunni 36-29 en okkar menn gerðu síðasta mark leiksins og enduðu leikar 36-30. 

Ágætum vetri er því lokið en eftir öfluga byrjun gaf nokkuð á bátinn í síðustu leikjum deildarinnar og töpuðust þrír þeirra ásamt báðum leikjunum í úrslitakeppninni. Liðið okkar er ungt og reynslulítið og hefur þessi vetur eflaust verið mörgum drengjanna afar lærdómsríkur. Spennandi verður hins vegar að sjá þá halda áfram að vaxa og dafna á næsta ári og vonandi skilar liðið sér fljótlega þar sem það á heima, í deild þeirra bestu.