Toppliðið tekið í kennslustund í Þorpinu

Frábær sigur. Mynd - Skapti Hallgrímsson ( Akureyri.net )
Frábær sigur. Mynd - Skapti Hallgrímsson ( Akureyri.net )

Þór vann góðan sigur á toppliði HK þegar liðin mættust í Lengjudeildinni í kvöld á Saltpay-vellinum.

HK hafði unnið sex leiki í röð í deildinni þegar kom að leik kvöldsins á meðan okkar menn voru enn að jafna sig eftir svekkjandi tap á Selfossi í miðri viku. 

Leikurinn í kvöld fór nokkuð rólega af stað en Þórsliðið var virkilega ákveðið og þegar líða tók á fyrri hálfleik áttu gestirnir í miklum vandræðum með beinskeyttan sóknarleik Þórs. Spænski miðjumaðurinn Ion Perello hélt upp á nýundirritaðan samning sinn við félagið þegar hann náði forystunni með góðu skoti utan vítateigs á 19.mínútu.

Eftir hálftíma leik tvöfaldaði Alexander Már Þorláksson forystuna þegar hann vippaði boltanum snilldarlega í mark HK-inga eftir góða skyndisókn.

Þórsliðið barðist virkilega vel og hélst forystan út leikinn án verulegra vandræða. Lokatölur 2-0 fyrir Þór og lyftir liðið sér þar með upp í 6.sæti deildarinnar.

Hér má lesa umfjöllun Fótbolti.net um leikinn.