Tryggvi Snær á ferð í Þorpinu

Að sjálfsögðu fengu þátttakendur áritaða mynd af Tryggva Snæ og svo myndatöku með honum einnig.
Að sjálfsögðu fengu þátttakendur áritaða mynd af Tryggva Snæ og svo myndatöku með honum einnig.

Það var mikil gleði og hamagangur í íþróttahúsi Glerárskóla í dag þegar landsliðsmaðurinn og Þórsarinn Tryggvi Snær Hlinason mætti á körfuboltanámskeið sem haldið var til styrktar æfingaferð meistaraflokks kvenna. 

Hópnum var skipt í tvennt, þau yngri (2012-2017) voru fyrir hádegið, en þau eldri (2007-2011) eftir hádegið. Um 70 krakkar mættu í íþróttahús Glerárskóla til að fá leiðsögn í körfubolta, leika sér og hitta Tryggva Snæ. Það var greinilegt að Tryggvi naut sín í hlutverki þjálfarans í samstarfi þjálfara körfuknattleiksdeildarinnar. Við látum myndirnar tala. 

Ágóðinn af námskeiðinu rennur upp í kostnað við æfingaferð meistaraflokks kvenna, eins og kunnugt er munu stelpurnar okkar leika í Subway-deildinni á næsta tímabili. Hópurinn hefur verið að safna sér upp í ferðina með harðfisksölu, happdrætti og fleiru undir dyggri stjórn þjálfara síns, Daníels Andra Halldórssonar.

Enn er hægt að styðja við bakið á stelpunum, til dæmis með því að leggja inn á reikning 0566-26-690889, kt. 690888-1149.

Myndaalbúm.


Eldri hópurinn að loknu námskeiðinu, ásamt Tryggva Snæ og þjálfurum frá Þór. Smellið á myndina til að opna albúm með fleiri myndum.