Tveir Þórsarar í U18 landsliðið í pílukasti

Snæbjörn Þorbjörnsson og Tristan Ylur Guðjónsson úr Þór hafa verið valdir í U18 landslið Íslands í p…
Snæbjörn Þorbjörnsson og Tristan Ylur Guðjónsson úr Þór hafa verið valdir í U18 landslið Íslands í pílukasti.

Tristan Ylur Guðjónsson og Snæbjörn Þorbjörnsson hafa verið valdir í U18 landslið Íslands í pílukasti fyrir þátttöku í WDF Europe Cup Youth í júlí.

Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari yngri landsliða í pílukasti, valdi sex keppendur til að fara á WDF Europe Cup sem fram fer í Austurríki 5.-8. júlí, fjóra stráka og tvær stelpur. Þeirra á meðal eru Tristan Ylur Guðjónsson og Snæbjörn Þorbjörnsson. Þetta kemur fram á dart.is, vef Íslenska pílukastssambandsins. 

Í frétt á vef ÍPS ef eftirfarandi haft eftir Pétri Rúðrik um landsliðsvalið: 

Ég stóð frammi fyrir lúxusvandamáli sem ég hef sjaldan þurft að glíma við, en það er að margir gerðu tilkall til landsliðsins og var valið því mjög erfitt. Ég er gríðalega stoltur og ánægður með allan afrekshópinn hjá strákunum, þeir eru allir góðir í pílukasti og ef þeir æfa sig vel áfram þá er enginn vafi í mínum huga að þeir muni allir standa sig vel í íþróttinni