Körfubolti: Þór tekur á móti ÍR

Þórsarar fá ÍR-inga í heimsókn í Höllina í kvöld kl. 19:15 í 16. umferð 1. deildar karla í körfubolta.

Þegar þessi lið mættust í fyrri umferð mótsins í byrjun nóvember höfðu ÍR-ingar betur, unnu með 11 stigum í Breiðholtinu. Þórsarar eru í 8. sæti deildarinnar, hafa unnið fimm leiki, en næstu lið fyrir ofan eru ÍA, Þróttur V. og Skallagrímur, sem öll hafa unnið átta leiki. Þórsarar þurfa því á góðum endaspretti að halda ætli þeir að hífa sig ofar í töflunni, en nú eru sjö umferðir eftir af deildinni áður en úrslitakeppni tekur við.

Tveir nýir liðsmenn bættust í hópinn hjá félaginu fyrir stuttu þegar bræðurnir Orri Már og Veigar Svavarssynir voru fengnir að láni úr Skagafirðinum. Þeir komu báðir við sögu í síðustu umferð, útileiknum gegn Selfossi.

  • Mót: 1. deild karla
  • Leikur: Þór - ÍR
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Föstudagur 9. febrúar
  • Tími: 19:15