Fréttir & Greinar

Láki í viðtalið við Þórs-podcastið

„Það eru rosalega margir með neikvæða mynd af Þór sem birtist í því að fólki finnst Þór ekki geta spilað góðan fótbolta og að hér séu allir baráttuhundar og vitleysingar. Þetta er náttúrlega mjög skökk mynd af Þór,“ segir Þorlákur Árnason, í ítarlegu spjalli við þá Aron Elvar og Óðinn Svan hjá Þórs-podcastinu.

Ný heimasíða í loftið!

Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.

Þór mætir KA í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins á laugardagskvöldið 2.apríl

Þór mætir KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu karla á morgun, laugardag kl.19.30 í Boganum.

Þrjár stúlkur á landsliðsæfingar

Á næstu vikum fara fram landsliðsæfingar hjá yngri liðunum en æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir verkefni sumarsins.

Aðalfundir deilda

Á næstu dögum verða haldnir aðalfundir deilda, sá fyrsti verður fimmtudaginn 7. ápríl þegar stjórn Þórs/KA ríður á vaðið.

Fótboltaviðburðir frá morgni til kvölds alla helgina

Um helgina er ansi mikið um að vera hjá fótboltafólki Þórs og verður spilaður fótbolti í Boganum frá morgni til kvölds næstu dagana. Síðasta Goðamót vetrarins fer fram í Boganum þar sem stelpur úr 6.flokki, hvaðanæva af landinu munu spreyta sig og mun Þór tefla fram sex liðum skipuðum 40 stelpum sem hafa æft af krafti í allan vetur. Um er að ræða 70.mótið í Goðamótaröðinni sem hefur reynst félaginu ansi dýrmæt.

Þór/KA lagði Þrótt

Þór/KA mætti Reykjavíkurmeisturum Þróttar í þriðja leik sínum í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins í Boganum í gær (laugardag). Baráttan um sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins er jöfn og spennandi og því skiptir hvert stig máli. Glögglega mátti sjá á leikmönnum Þórs/KA að stelpurnar vildu bæta fyrir slakan leik gegn Aftureldingu síðastliðinn sunnudag.

KA/Þór leikur í undanúrslitum á morgun!

Leggjumst á eitt!! Leggjum niður störf, brunum suður og öskrum stelpurnar áfram í úrslitaleikinn, tökum svo langa helgi og komum þessum frábæru handboltakonum og stelpum alla leið. Meistaraflokkur og 4.flokkur kvenna í okkar sameiginlega liði Ka/Þór, eiga skilið stuðning allra Akureyringa. Áfram stelpur! Áfram Ka/Þór!

Flautukarfa frá fyrirliðanum tryggði Þór sigur

Þór-Hamar/Þór 78:76 Heiða Hlín var stigahæst í Þórssigri gegn Hamri/Þór með 24 stig en Astaja Tyghter var með 33 stig fyrir gestina. Íþróttahöllin 8. mars 2022. 1. deild kvenna Þór-Hamar/Þór 78:76 Gangur leiks eftir leikhlutum: 17:19 / 16:24 (33:43) 18:18 / 27:15 = 78:76 Það sem mestu máli skiptir í körfuboltaleikjum er að vera yfir þegar flautað er til leiksloka óháð því hvað gerst hafi fram að lokaflautinu. Það er ekki nóg að leiða lungan úr leiknum að því er ekki spurt heldur hvernig endaði leikurinn.

Súpufundur á föstudag!

Næsti súpufundur Þór verður haldinn í Hamri félagsheimili Þórs föstudaginn 11. mars klukkan 12-13 Gestir fundarins verða þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ.