Pílukast: Þórsarar náðu lengst í 16 manna úrslit

Hópurinn sem stóð í ströngu um helgina: Hrefna Sævarsdóttir, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Friðrik Gun…
Hópurinn sem stóð í ströngu um helgina: Hrefna Sævarsdóttir, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Friðrik Gunnarsson, Dóra Óskarsdóttir, Andri Geir Viðarsson, Garðar Gísli Þórisson, Ingibjörg Björnsdóttir, Davíð Örn Oddsson, Óskar Jónasson, Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson, Sigurður Fannar Stefánsson og Viðar Valdimarsson.
- - -

Tólf keppendur frá píludeild Þórs stóðu í stórræðum í höfuðborginni um helgina á Íslandsmóti félagsliða. Keppni hófst í tvímenningi á laugardagsmorguninn og síðan í einmenningi í framhaldinu. Liðakeppnin fór fram í gær.

Davíð Örn Oddsson og Viðar Valdimarsson náðu lengst Þórsara í einmenningskeppninni, fóru báðir í 16 manna úrslit. Sömu sögu er að segja í kvennaflokki, þar náðu Dóra Óskarsdóttir, Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Hrefna Sævarsdóttir í 16 manna úrslit, en voru slegnar út þar. Sigurður Fannar og Viðar náðu einnig í 16 liða úrslit í tvímenningi.

Heimasíðan hefur ekki fengið fregnir af úrslitum í liðakeppninni sem fram fór síðdegis í gær og verður sagt frá þeim síðar.

Tvímenningur

 • Garðar Gísli Þórisson og Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson unnu einn leik og enduðu í 3. sæti A-riðils.
 • Sigurður Fannar Stefánsson og Viðar Valdimarsson unnu tvo leiki og enduðu í 2. sæti C-riðils, en voru slegnir út í 16 liða úrslitum eftir 1-4 tap á móti Matthíasi Erni Friðrikssyni og Birni Steinari Brynjólfssyni.
 • Andri Geir Viðarsson og Friðrik Gunnarsson enduðu í 4. sæti F-riðils án sigurs.
 • Davíð Örn Oddsson og Óskar Jónasson unnu einn leik og enduðu í 4. sæti H-riðils, jafnir tveimur öðrum pörum að vinningum.

 • Hrefna Sævarsdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir unnu einn leik af fjórum og enduðu í 4. sæti A-riðils.
 • Dóra Óskarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir unnu einn leik af fjórum og enduðu í 5. sæti B-riðils, jafnar tveimur öðrum pörum að vinningum.

Einmenningur

 • Viðar Valdimarsson vann Garðar Magnússon 4-0 í fyrstu umferð og Sigurð Tómasson 4-0 í 32ja manna úrslitum, en féll út í 16 manna úrslitum eftir 2-4 tap fyrir Hallgrími Egilssyni.
 • Davíð Örn Oddsson vann Hilmar Þ. Ævarsson 4-1 í fyrstu umferð og Alex Mána Pétursson 4-0 í 32ja manna úrslitum, en féll úr keppni í 16 manna úrslitum eftir 1-4 tap á móti Arnari Geir Hjartarsyni.
 • Sigurður Fannar Stefánsson vann Hallgrím S. Skarphéðinsson 4-0 í fyrstu umferð, en tapaði 3-4 fyrir Sævari Þór Sævarssyni í 32ja manna úrslitum.
 • Aðrir keppendur Þórs í karlaflokki féllu úr leik eftir töp í 1. umferðinni.
  • Andri Geir Viðarsson - Björn Steinar Brynjólfsson 1-4
  • Friðrik Gunnarsson - Alexander Veigar Þorvaldsson 0-4
  • Garðar Gísli Þórisson - Matthías Örn Friðriksson 2-4
  • Óskar Jónasson - Magnús Garðarsson 0-4
  • Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson - Pétur Rúðrik Guðmundsson 1-4
 • Þrjár af fjórum frá Þór í kvennaflokki féllu úr leik í 16 manna úrslitum og ein í forkeppni, eða 1. umferðinni.
  • Dóra Óskarsdóttir - Ingibjörg Magnúsdóttir 0-4 (16 manna)
  • Kolbrún Gígja Einarsdóttir - Sara Heimisdóttir 1-4 (16 manna)
  • Hrefna Sævarsdóttir - Kitta Einarsdóttir 0-4 (16 manna)
  • Ingibjörg Björnsdóttir - Harpa Nóadóttir 3-4 (1. umferð)

Öll úrslit í einmenningskeppninni: