Körfuboltapartí á Akureyrarvöku á laugardag

Körfuknattleiksdeild Þórs stendur fyrir körfuboltapartíi í miðbæ Akureyrar á laugardag og er viðburðurinn hluti af Akureyrarvöku.
 
Viðburðurinn stendur frá kl. 14 til kl. 17 í göngugötunni í Hafnarstræti og er ókeypis. Haldnar verða skotkeppnir og þrautir, þar sem gestir og gangandi geta tekið þátt og unnið til verðlauna. Leikmenn meistaraflokks karla leika listir sínar og sýna troðslur. Skífuþeytir verður á staðnum og heldur uppi fjörinu.