Íþróttaeldhugi ársins 2023, óskað eftir tilnefningum

Íþróttaeldhugi ársins verður valinn í annað sinn nú í lok árs og tilkynnt um útnefninguna í hófi Samtaka íþróttafréttamanna þegar íþróttamaður ársins 2023 verður krýndur.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir valinu á íþróttaeldhuga ársins í annað sinn, en þessi viðurkenning var veitt í fyrsta skipti í lok ársins 2022.

Valið fer þannig fram að óskað er eftir tilnefningum og rökstuðningi frá fólki í íþróttahreyfingunni og síðan tekur sérstök valnefnd við og vinnur úr tilnefningunum. Í valnefndinni eru Þórey Edda Elísdóttir formaður, Snorri Einarsson, Dagur Sigurðsson, Kristín Rós Hákonardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir. Valnefndin fer yfir tilnefningar, velur þrjá einstaklinga og ákveður hver þeirra hlýtur titilinn Íþróttaeldhugi ársins 2023 og mun viðkomandi fá afhentan glæsilega verðlaunagrip.

Sjá nánar í frétt á vef ÍSÍ.

Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða til 5. desember - smellið hér til að senda inn tilnefningu.