Tap eftir flautukörfu

Leikur Þórs og Aþenu/Leiknis/UMFK í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld endaði með dramatík. Árás á leikmann Þórs á lokamínútunni fór fram hjá dómurum leiksins og skipti sköpum fyrir lokasóknirnar. Þórsliðið missti niður níu stiga forystu á lokamínútunum. Flautukarfa færði gestunum sigurinn í lokin.

Rjómavöfflur og rjúkandi súkkulaði í Hamri

Grobbarar, félagsskapur eldri Þórsara, bjóða upp á rjómavöfflur með tilheyrandi tvo næstu föstudaga í Hamri, 9. og 16. desember.

Þór tekur á móti Aþenu

Á morgun tekur Þór á móti Aþenu í síðasta leik liðsins á árinu - ekki láta þessa skemmtun framhjá þér fara.

Hnefaleikakrakkar gerðu það gott í Hafnarfirðinum

Þann 4. desember var haldið mót í diplómahnefaleikum í sal Hnefaleikafélags Kópavogs, og áttum við Þórsarar þar fjóra keppendur.

Moggi fjallar um Rafíþróttadeildina

Vefmiðillinn mbl.is er mað ítarlega umfjöllun um starfsemi Rafíþróttadeildar Þórs í dag.

Dagur sjálfboðaliðans - myndasafn

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans sem haldið er upp á víða í dag, 5. desember, til að vekja athygli á mikilvægi sjálfboðastarfs í starfsemi íþróttafélaga og annarra samtaka fengum við Palla Jóh til að gramsa í gömlum hirslum og raka saman nokkrum myndum af sjálfboðaliðum hjá félaginu í gegnum árin.

Kjarnafæðimótið í fótbolta hefst um komandi helgi

Knattspyrnufólkið okkar er að búa sig undir að setja í keppnisgírinn aftur. Fram undan er hið árlega Kjarnafæðimót og eins og undanfarin ár verða nokkrir leikir bæði hjá körlum og konum á dagskrá fyrir jól. Lengjubikarinn hefst síðan snemma í febrúarmánuði.

Takk, sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er dagur helgaður sjálfboðaliðum um allan heim. Í tilefni af því hefur mennta-og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki þar sem athygli er vakin á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir Alveg sjálfsagt.

Íþróttafólk Þórs - tilnefningar

Á hverju ári fer fram kjör á íþróttafólki Þórs að fengnum tilnefningum frá deildunum. Deildir félagsins hafa frest til og með fimmtud. 8. desember til að senda inn tilnefningar.

Æfingar yngri landsliða í handbolta

HSÍ hefur boðað leikmenn til æfinga hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta í desembermánuði.