19.12.2023
Að frátöldum tveimur viðburðum á vegum knattspyrnudeildar Þórs verður engin starfsemi í Boganum og Hamri (Baldvinsstofa þar með talin) frá og með Þorláksmessu, 23. desember, til og með nýársdegi, 1. janúar. Starfsemi hefst aftur 2. janúar.
18.12.2023
Árgjald Íþróttafélagsins Þórs - eða félagsgjaldið eins og það er einnig nefnt - var á eindaga 15. desember.
12.12.2023
„Það sem við gerum ekki í fyrri hálfleik, það gerum við í þeim seinni!“ Þannig voru hvatningarorð til Þórsliðsins og stuðningsmanna í stúkunni í Höllinni í kvöld í upphafi seinni hálfleiks þegar Þór mætti Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta. Skotnýtingin var ekki góð hjá okkar konum í fyrri hálfleik og margt sem gekk á afturfótunum, fum, fát og stress, tapaðir boltar og tólf stiga forysta gestanna að loknum fyrri hálfleiknum.
12.12.2023
Þór fær Íslandsmeistaralið Vals í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyti í 13. umferð Subway-deildarininar í dag. Leikurinn hefst kl. 18:15. Gott tilefni til að fylla Höllina!
10.12.2023
Kvennalið Þórs í körfubolta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins með átta stiga sigri á 1. deildar liði Aþenu, 84-76.
09.12.2023
Þór og Sindri mætast í 10. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15.
08.12.2023
Einum furðulegum íþróttakappleik lauk með þriggja stiga tapi Þórs fyrir Sindra frá Hornafirði í 10. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Frammistaða gestanna í fjórða leikhluta nálgast að vera rannsóknarefni.
08.12.2023
Þór og Sindri mætast í 10. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 19:15.