23.10.2023
Þórsarar eru úr leik í VÍS bikarkeppni karla eftir tap gegn Haukum í dag, 77-105.
22.10.2023
Þórsarar taka á móti Haukum í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar, VÍS bikarsins, í dag. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 18.
20.10.2023
Þór spilar þriðja leik sinn í 1. deild karla í körfubolta í kvöld þegar drengirnir halda í Grafarvoginn þar sem þeir mæta liði Fjölnis.
18.10.2023
Njarðvíkingar höfðu betur gegn Þór þegar liðin mættust í 5. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gær. Þrettán stigum munaði þegar upp var staðið.
17.10.2023
Í kvöld er komið að fimmta leik Þórs í Subway-deild kvenna þegar stelpurnar fá Njarðvíkinga í heimsókn í Höllina.
16.10.2023
Aðalstjórn Þórs boðaði til almenns félagsfundar í Hamri síðastliðinn miðvikudag þar sem Nói Björnsson formaður, Ragnar Níels Steinsson varaformaður og Reimar Helgason framkvæmdastjóri fóru yfir og kynntu þá vinnu og þær viðræður sem farið hafa fram um framtíðaruppbyggingu á Þórssvæðinu.
12.10.2023
Þórsarar fá hið forna stórveldi KR í heimsókn í Íþróttahöllina í kvöld í annarri umferð 1. deildar karla. Okkar menn mæta örugglega ákveðnir til leiks í kvöld eftir að hafa misst niður góða forystu og misst af sigri á Snæfelli í Stykkishólmi í fyrstu umferðinni á sama tíma og KR-ingar unnu lið Skallagríms í Borgarnesi.
11.10.2023
Kvennalið Þórs í körfubolta var hársbreidd frá því að ná framlengingu gegn Íslandsmeisturum Vals í fjórðu umferð Subway-deildarinnar í kvöld, en niðurstaðan varð tveggja stiga tap eftir hetjulega baráttu og frábæran lokasprett.