09.10.2023
Þór vann öruggan sigur á liði Snæfells í þriðju umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gær. Lore Devos skoraði 28 stig, Maddie Sutton tók 17 fráköst og Eva Wium Elíasdóttir átti níu stoðsendingar.
09.10.2023
Þórsarar hófu keppni í 1. deild karla í körfubolta á föstudagskvöld. Þeir heimsóttu Snæfell í Stykkishólmi og töpuðu naumlega með þriggja stiga mun.
08.10.2023
Í kvöld kl. 18:15 er komið að öðrum heimaleik Þórs í Subway-deild kvenna í körfubolta þegar lið Snæfells mætir í Höllina.
06.10.2023
Þórsarar hefja leik í 1. deild karla í körfubolta í dag með heimsókn í Stykkishólm þar sem þeir mæta liði Snæfells. Leikurinn hefst kl. 19:15.
05.10.2023
Karlalið Þórs í körfubolta hefur leik í 1. deildinni á morgun, föstudaginn 6. október, með útileik gegn Snæfelli í Stykkishólmi. Fyrsti heimaleikurinn verður fimmtudaginn 12. okbóber þegar nýliðar KR í 1. deildinni koma norður og mæta okkar mönnum í Höllinni. Stórveldið í Vesturbænum lenti nefnilega í lægð og féll úr Subway-deildinni í vor.
04.10.2023
Boðað er til almenns félagsfundar í Íþróttafélaginu Þór miðvikudagskvöldið 11. október kl. 20 í Hamri.
03.10.2023
Fátt gekk upp í fjórða leikhlutanum hjá Þórsliðinu sem kemur tómhent heim úr Dalhúsum eftir átta stiga tap gegn Fjölni í kaflaskiptum leik í annarri umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta.