Körfubolti: Þórsarar mæta Þrótti úr Vogum í Sandgerði

Þórsarar mæta Þrótti úr Vogunum í 8. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Sandgerði þar sem ekki er til staðar löglegt hús í Vogunum fyrir Þróttara til að spila heimaleiki sína.

LEIK FRESTAÐ Körfubolti: Topplið Subway-deildarinnar mætir í Höllina

Það er skammt stórra högga á milli hjá stelpunum okkar í Subway-deildinni því í kvöld mæta þær toppliði deildarinnar, Keflavík, í Íþróttahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 20:15. Vakin er athygli á óvenjulegum leiktíma.

Körfubolti: Skjálftinn okkar megin, sigurinn Grindvíkinga

Grindvíkingar sigruðu Þór í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag með 30 stiga mun. Við óvenjulegar og undarlegar aðstæður náðu Þórsstelpurnar ekki að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum í leiknum og það er ekki nóg gegn góðu liði eins og Grindavíkurliðið er.

Körfubolti: Grindavík og Þór mætast í Smáranum í dag

Eftir landsleikjahlé er aftur komið að Subway-deild kvenna í körfubolta og má segja að á dagskrá í dag sé sögulegur leikur. Stelpurnar okkar mæta Grindvíkingum á útivelli, en þó ekki í Grindavík af ástæðum sem öllum eru væntanlega kunnugar. Leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi.

Körfubolti: Fjögurra stiga tap á Skaganum

Þórsarar náðu ekki sínum fyrsta útisigri í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Fjögurra stiga tap á Skaganum varð niðurstaða dagsins.

Körfubolti: Þórsarar fara á Skagann í dag

Eftir góðan heimasigur gegn Hrunamönnum síðastliðinn föstudag halda Þórsarar á Skagann í dag og mæta ÍA í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum kl. 19:15 í kvöld. Leikurinn er í 7. umferð 1. deildar karla.

Körfubolti: Þórsarar syðra, fjölmennum í Smárann á laugardag!

Ástæða er til að hvetja Þórsara á höfuðborgarsvæðinu til að mæta í Smárann á laugardaginn þegar stelpurnar okkar í Subway-deildarliði Þórs í körfubolta mæta liði Grindavíkur. Leikur liðanna hefst kl. 14.

Íþróttaeldhugi ársins 2023, óskað eftir tilnefningum

Íþróttaeldhugi ársins verður valinn í annað sinn nú í lok árs og tilkynnt um útnefninguna í hófi Samtaka íþróttafréttamanna þegar íþróttamaður ársins 2023 verður krýndur.

Kveðja til Grindvíkinga - velkomin á æfingar hjá Þór

Körfubolti: Hundrað plús í Höllinni

Þórsarar sigruðu Hrunamenn með 22ja stiga mun í 6. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.