Hvað er í gangi 14.-19. janúar?

Íþróttalífið er að færast aftur í fyrra horf hjá mörgum eftir jólafrí og leikir hjá meistaraflokksliðunum okkar eru á meðal þess sem eru á helgardagskránni.

Bóndadagur - snitzelveisla í Hamri (FRESTAÐ)

UPPFÆRT 18. JAN.: VIÐBURÐINU ER FRESTAÐ, UNNIÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ FINNA NÝJA DAGSETNINGU Föstudaginn 20. janúar, að kvöldi bóndadags, verður snitzelveisla, pub quiz og gaman í Hamri.

Sandra María og Bjarni Guðjón íþróttafólk Þórs 2022

Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 var lýst á samkomunni Við áramót sem fram fór í Hamri síðdegis. Knattspyrnufólkið Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Sandra María Jessen eru íþróttafólk Þórs 2022.

Íþróttafólk Þórs 2022 - tilnefningar deilda

Kjöri á íþróttafólki Þórs 2022 verður lýst í hófi í Hamri í dag kl. 17. Valið fer þannig fram að deildum félagsins gefst kostur á að tilnefna karl og konu úr sínum röðum og aðalstjórn Þórs kýs síðan á milli þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru.

Ragnar og Kristján endurvöktu valið 1990

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur val á íþróttafólki Þórs í svipaðri mynd og það er nú farið fram árlega frá árinu 1990, en þá gaf Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, verðlaunagrip í því skyni að endurvekja þessa hefð eftir að hún hafði legið niðri í um áratug.

Íþróttafólk Þórs: Arna Sif oftast valin

Val á íþróttamanni Þórs með þeim hætti sem við þekkjum núna hófst árið 1990 að frumkvæði Ragnars Sverrissonar kaupmanns í JMJ. Áður hafði staðið nokkur styr um valið sem varð til þess að Ragnar tók af skarið og gaf verðlaunagrip.

Við áramót - dagskrá verðlaunahátíðar

Aðalstjórn Þórs býður leikmönnum, starfsfólki, félagsfólki og velunnurum að mæta í Hamar á morgun, föstudaginn 6. janúar, þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2022 verður lýst.

Námskeið - Verndum börn gegn kynferðisofbeldi

Barnaheill og KSÍ, í samstarfi við Þór, bjóða fólki sem kemur að íþróttastarfi barna á námskeiðið Verndarar barna.

Við áramót - verðlaunahátíð í Hamri 6. janúar kl. 17

Íþróttafélagið Þór býður til verðlaunahátíðar í Hamri föstudaginn 6. janúar, á þrettándanum. Samkoman hefst kl. 17.

Áramótakveðja

Íþróttafélagið Þór óskar Þórsurum öllum, nær og fjær, félagsfólki, stuðningsfólki og samstarfsfyrirtækjum farsældar á nýju ári.