01.04.2022
Í dag 1. apríl (nei þetta er ekki gabb) fór í loftið ný heimasíða íþróttafélagsins Þórs. Síðan er hýst af Stefnu og er því um gott norðlenskt samstarf að ræða eins og vera ber. Eldri heimasíða Þórs hefur þjónað félaginu dyggilega í gegnum tíðina og vill félagið koma sérstökum þökkum á framfæri til D10 fyrir farsælt og gott samstarf í gegnum tíðina.
01.04.2022
Á næstu vikum fara fram landsliðsæfingar hjá yngri liðunum en æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir verkefni sumarsins.
01.04.2022
Á næstu dögum verða haldnir aðalfundir deilda, sá fyrsti verður fimmtudaginn 7. ápríl þegar stjórn Þórs/KA ríður á vaðið.
09.03.2022
Þór-Hamar/Þór 78:76
Heiða Hlín var stigahæst í Þórssigri gegn Hamri/Þór með 24 stig en Astaja Tyghter var með 33 stig fyrir gestina.
Íþróttahöllin 8. mars 2022. 1. deild kvenna Þór-Hamar/Þór 78:76
Gangur leiks eftir leikhlutum: 17:19 / 16:24 (33:43) 18:18 / 27:15 = 78:76
Það sem mestu máli skiptir í körfuboltaleikjum er að vera yfir þegar flautað er til leiksloka óháð því hvað gerst hafi fram að lokaflautinu. Það er ekki nóg að leiða lungan úr leiknum að því er ekki spurt heldur hvernig endaði leikurinn.
09.03.2022
Næsti súpufundur Þór verður haldinn í Hamri félagsheimili Þórs föstudaginn 11. mars klukkan 12-13
Gestir fundarins verða þeir Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ.