Aðalfundur píludeildar 31. janúar

Stjórn píludeildar Þórs boðar til aðalfundar deildarinnar þann 31. janúar kl. 17:30 í austursalnum í Hamri.

Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagar píludeildar eru hvattir til að mæta og taka þátt í störfum deildarinnar.

Í lögum Íþróttafélagsins Þórs, grein 7C, segir, um dagskrá aðalfundar deilda: 

 • Dagskrá aðalfundar deilda skal vera þannig:
  1. Skipaður fundarstjóri og fundarritari.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla gjaldkera, ársreikningur lagður fram.
  4. Starfsemi unglingaráðs.
  5. Kosningar.
  6. Önnur mál.