Afmælishátíðin, þakkarorð frá formanni

Nói Björnsson, formaður Þórs. Mynd: Ármann Kolbeinsson
Nói Björnsson, formaður Þórs. Mynd: Ármann Kolbeinsson

Halló, Þórsarar!

Takk fyrir mætinguna á afmælishátíðina okkar þann 06.06. Virkilega gaman að sjá svona margt fólk saman komið í Hamri. Margir að taka á móti viðurkenningum frá félaginu og hafa vonandi farið heim stolt, eftir. Orðunefndin og aðalstjórn félagsins virkilega stolt af sínu verki. Auðvitað verðum við ekki sammála um gjörning eins og þennan, spurningar vakna um af hverju þessi en ekki hinn fái viðurkenningu. Ef einhver telur að eitthvað mætti betur fara þá endilega kíkið á heimasíðuna okkar og sendið inn ábendingar um aðila sem þið teljið að eigi skilið viðurkenningu félagsins. Eins og fram kom í máli mínu þá stefnir aðalstjórn að því að afhenda frekari viðurkenningar á næsta stóra viðburði okkar „Við áramót“, þar munum við horfa að mestu til brons og silfurmerkja.

Ég óska öllum þeim einstaklingum sem fengu viðurkenningar til hamingju með þær og þeir hinir sömu njóti vel. Starfsfólki félagsins þakka ég einnig fyrir fallega umgjörð og vinnu vegna hátíðarinnar, vel gert.

Takk fyrir,

Nói Björnsson formaður