Körfubolti: Aldrei tapað bikarúrslitaleik!

Fölskvalaus gleði í leikslok eftir sigur í undanúrslitum. Mynd: Þorgeir Örn Tryggvason.
Fölskvalaus gleði í leikslok eftir sigur í undanúrslitum. Mynd: Þorgeir Örn Tryggvason.

Á vef Körfuknattleikssambands Íslands er skemmtileg samantekt yfir sögu bikarúrslitaleikja kvenna og karla í körfubolta, upprunalega tekið saman af Óskari Ófeigi Jónssyni, en viðhaldið og uppfært af Rúnari Birgi Gíslasyni og Kristni Geir Pálssyni.

Hér verður gripið í nokkrar staðreyndir og punkta úr þessari samantekt. Sumt er ef til vill ekki samanburðarhæft frá 1975 til dagsins í dag, en við látum það liggja á milli hluta. Myndirnar eru skjáskot af kki.is.

  • Þór er eina liðið sem leikið hefur til úrslita í bikarkeppni kvenna og ekki tapað. Keflvíkingar eru þar í þriðja sæti með 62,5% sigurhlutfall. Ef Þór vinnur í kvöld verður félagið áfram með 100% sigurhlutfall, en Keflvíkingar fara í 60%. Fari svo að Keflavík vinni færist sigurhlutfall Þórs niður í 50% (sama og Skallagrímur, Valur og ÍS), en Keflavík myndi þá hækka sitt sigurhlutfall í 64% og færast upp í annað sætið á eftir Haukum sem eru með 75%.
  • Þór á metið yfir fæst stig fengin á sig í bikarúrslitaleik. Leikurinn 1975 endaði nefnilega 20-16. Líklegra er að sjá slíkar tölur úr einum leikhluta í dag.
  • Það gerðist síðast 2004 að sama félag vann bikarinn bæði í kvenna- og karlaflokki og það var einmitt andstæðingur kvöldsins, Keflavík.
  • Keflavík hefur unnið bikarkeppni kvenna oftast í röð, sex sinnum á árunum 1993-1998.
  • Keflavík hefur oftast unnið bikarkeppnina í kvennaflokki, 15 sinnum í 24 tilraunum.
  • Næst: 
    Fyrstu bikarmeistararnir á 60 ára afmæli Þórs