Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll á Þórssvæðinu halda áfram með fullum krafti og nú í morgun var tekið stórt skref þegar vinna hófst við að leggja sjálft grasið á völlinn.
Um er að ræða knattspyrnuvöll í fullri stærð (105 x 68 m) ásamt 35 x 80 metra æfingasvæði, sem bæði verða með upphitun og flóðlýsingu.
Áhorfendastúka fyrir um 500 manns verður reist austan megin við völlinn þegar jarðvinnu og graslagningu lýkur. Stúkan er þegar komin til landsins og verður sett upp á skömmum tíma. Framkvæmdirnar eru því á lokametrunum og stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn til notkunar á næstu vikum.