Dregið í VÍS bikarnum

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta og voru bæði lið okkar í pottinum.

Stelpurnar okkar drógust gegn 1. deildarliði Stjörnunnar og fer viðureign liðanna fram á heimvelli Stjörnunnar.

Karlalið Þórs þarf að spila fyrst leik í 32 liða úrslitum til að komast áfram. Þar mætir Þór bikarmeisturum Stjörnunnar og sigurvegari þeirra viðureignar mætir annað hvort ÍR eða Sindra.

Leikirnir fara fram síðari hluta októbermánaðar.

Dráttinn í heild má sjá HÉR