Egill Orri til reynslu hjá Bröndby

Egill Orri eftir æfingu með Bröndby.
Egill Orri eftir æfingu með Bröndby.

Þórsarinn Egill Orri Arnarsson hefur undanfarna daga dvalið erlendis þar sem hann hefur æft og leikið með U16 ára liði danska stórveldisins Bröndby.

Egill tók þátt með liðinu í sterku æfingamóti í Frakklandi þar sem danska liðið hafnaði í fjórða sæti af átta liðum.

Egill er á fimmtánda aldursári og gerði sinn fyrsta samning við Þór í vetur.

Bröndby spurðist fyrir um kappann fyrr í vetur og úr varð að hann fór og tók þátt í æfingamótinu.

Egill er vinstri bakvörður sem hefur leikið sex landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann er í æfingahópi U15 ára landsliðs Íslands sem kemur saman til æfinga um næstu helgi ásamt fjórum öðrum Þórsurum.

Óskum Agli til hamingju með þetta flotta tækifæri.

Egill Orri eftir sigurleik