Fimm Þórsarar til æfinga með U15

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 3.-4. júní.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ.

Í þessum 23 manna hópi eru fimm Þórsarar; það eru þeir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Egill Orri Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Sigurður Jökull Ingvason og Sverrir Páll Ingason.

Við óskum drengjunum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.