Fyrsta tapið kom að Hlíðarenda

Stelpurnar okkar í fótboltanum biðu lægri hlut gegn Val þegar liðin áttust við í 3.umferð Bestu deildarinnar að Hlíðarenda í dag.

Leiknum lauk með 3-0 sigri heimakvenna en staðan var markalaus þar til Valskonur fengu dæmda vítaspyrnu eftir klukkutíma leik.

Ítarlega er fjallað um leikinn á Fótbolta.net , Vísi og Morgunblaðinu

Næsti leikur Þór/KA er heimaleikur gegn FH laugardaginn 3.maí næstkomandi.