Handbolti: Lokaumferðin í Grill 66 deildinni í dag

Þórsarar mæta botnliði Grill 66 deildar karla í handbolta, ungmennaliði Víkings, í lokaumferð deildarinnar í dag. 

Fyrir lokaumferðina er ljóst að Þórsliðið er neðst þeirra fjögurra liða sem mega fara upp í Olísdeildina og andstæðingar þeirra í undanúrslitum því með heimavallarréttinn svokallaða. Eins og sjá má á töflunni hér að neðan standa ÍR-ingar best að vígi með 24 stig, Fjölnir er stigi á eftir og Hörður stigi á eftir Fjölni. Efsta liðið af þessum fjórum fer beint upp í Olísdeildina, en það næstefsta situr hjá í undanúrslitum og mætir sigurliðinu úr fyrstu viðureigninni.

Leikur ungmennaliðs Víkings og Þórs fer fram í Safamýri í dag og hefst kl. 15.