,,Hér situr maður sáttur og glaður á enn einum mánudeginum" - Þakkarorð Reimars Helgasonar

Frá Pollamótinu um helgina. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Frá Pollamótinu um helgina. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Okkar magnaði framkvæmdastjóri, Reimar Helgason, stakk niður penna í dag í kjölfarð vel heppnaðs Pollamóts. Gefum Reimari orðið;

,,Hér situr maður sáttur og glaður á enn einum mánudeginum eftir Pollamót. Þetta er skemmtilegasta helgi ársins hjá okkur af mörgum góðum. Mikill undirbúningur og vinna sem skilaði sér í frábæru móti númer 37 í röðinni.

Þakkarlistinn er langur og líklega gleymir maður einhverjum. En fyrst vil ég þakka öllum þátttakendum sem kepptu á mótinu og þeim sem komu á viðburðina okkar tengdu mótinu. Pollamótsnefndin, starfsmenn félagsins og ekki síst þeim fjölmennu sjálfboðaliðum sem lögðu fram sína vinnu til að þetta mót gæti farið fram því að ekkert gerðum við án sjálfboðaliðans.

Það sem er líka frábært að ég sá ekki annað en þessir sjálfboðaliðar sem komu væru brosandi og skemmtu sér hið besta að leggja sitt að mörkum og þannig á þetta að vera. Eins og ég hef sagt að það er ekkert gaman að uppskera nema það þurfi að leggja eitthvað á sig og þannig er það nákvæmlega um þessa helgi. Margir þreyttir eftir langan undirbúning en samt mjög glaðir með árangurinn og útkomuna

Sjáumst hress á næsta ári og þá á að vera komin hér nýr völlur og betri aðstaða og þá verður gaman!"