Ísfold Marý skoraði fyrir U18 í Finnlandi

Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Unnur Stefánsdóttir að loknu jafntefli…
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Unnur Stefánsdóttir að loknu jafntefli gegn Finnum. Mynd: Jón Stefán Jónsson.

U18 landsliðið gerði 2-2 jafntefli í seinni æfingaleik sínum við Finna í dag. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir skoraði annað af mörkum Íslands.

Þrjár frá Þór/KA voru valdar í landsliðshópinn í þetta verkefni, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Ásamt þeim var annar þjálfara Þórs/KA, Jón Stefán Jónsson, með hópnum í þessum leikjum sem aðstoðarþjálfari.

Fyrri leiknum, sem fram fór á miðvikudag, lauk með 1-0 sigri Finna, en í þeim leik voru okkar stelpur allar varamenn. Kimberley Dóra spilaði þá 20 mínútur og Ísfold Marý tíu mínútur.

Frétt á vef KSÍ.

Seinni leikurinn fór svo fram í dag og þá voru þær Ísfold Marý og Unnur í byrjunarliðinu. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og skoraði Ísfold Marý annað af mörkum Íslands, eins og áður sagði.

Frétt á vef KSÍ.