Íslandsmeistarar í 2.flokki karla

Þór/THK/Völsungur/Magni er Íslandsmeistari í 2.flokki karla í fótbolta. Þetta varð ljóst eftir að okkar strákar unnu 3-1 sigur á Breiðablik/Augnablik/Smára í Boganum í dag.

Ásbjörn Líndal Arnarsson skoraði tvö mörk og Atli Þór Sindrason eitt í hörkuspennandi leik en Blikarnir voru einnig í möguleika á fyrsta sæti A-deildar þegar kom að leiknum í dag.

Smelltu hér til að skoða stöðutöfluna

Aftari röð frá vinstri: Ármann Pétur Ævarsson þjálfari, Aðalgeir Axelsson þjálfari, Gestur Aron Sörensson, Kári Jónsson, Atli Þór Sindrason, Pétur Orri Arnarson, Mikael Örn Reynisson, Haukur Leo Þórðarson, Peter Ingi Helgason, Dagbjartur Búi Davíðsson, Víðir Jökull Valdimarsson, Arnar Geir Halldórsson þjálfari, Franko Lalic markmannsþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Tómas Bjarni Baldursson, Sverrir Páll Ingason, Ólíver Sesar Bjarnason, Lucas Vieira Thomas, Kristófer Kató Friðriksson, Magnús Máni Sigursteinsson, Kjartan Ingi Friðriksson, Kristinn Örn Ægisson, Ásbjörn Líndal Arnarsson. Mynd - Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net

Þar með lauk afar viðburðaríku tímabili hjá 2.flokknum sem tefldi fram alls þremur liðum í Íslandsmótum KSÍ. Hér að neðan gefur að líta ýmsar upplýsingar um sumarið hjá 2.flokki karla sem er sögulegt fyrir margra hluta sakir en þetta er meðal annars í fyrsta skipti sem Þór vinnur Íslandsmeistaratitil í þessum aldursflokki karlamegin.

Öflugt samstarf við nágrannafélög - 76 leikmenn tóku þátt

Það var ekki bara A1 liðið sem náði eftirtektarverðum árangri í sumar því í samstarfi við Tindastól, Kormák/Hvöt, Magna og Völsung tefldi 2.flokkur karla fram þremur liðum í Íslandsmótum KSÍ. Þór hélt utan um öll þrjú liðin og er þetta í fyrsta skiptið í sögunni sem 2.flokkur teflir fram þremur liðum í Íslandsmótum KSÍ frá upphafi til enda.

A1 liðið er liðið sem vann Íslandsmeistaratitilinn sem fjallað er um hér að ofan. Í 2.flokki er leikið í þremur lotum og átti okkar lið markakóng A-deildarinnar þar sem Peter Ingi Helgason skoraði 23 mörk í 23 leikjum. Örn Bragi Hinriksson úr Þrótti gerði jafn mörg mörk í A-deildinni en lék fleiri leiki en Peter.

A2 hafnaði í 5.sæti B-deildar og var það A2 lið sem hafnaði efst í deildarkeppni 2.flokks en önnur félög sem tefla fram A2 liði eru Breiðablik/Augnablik/Smári, KA/Dalvík/KF/Höttur/Hamrarnir, HK/Ýmir, FH/ÍH, Stjarnan/KFG/Álftanes, ÍA/Kári/Skallagrímur/Víkingur Ó., Fylkir/Elliði, Keflavík/Reynir/Hafnir og ÍR/Léttir og léku þessi félög ýmist í C eða D-deild með sín A2 lið.

Smelltu hér til að sjá lokastöðuna í B-deild A-liða.

A2 sáttir eftir magnaðan 4-5 sigur á Grindavík í Grindavík í lokaumferð B-deildar í gær.
Aftari röð frá vinstri: Eiður Logi Stefánsson, Haukur Ingi Ólafsson, Guðmundur Alfreð Aðalsteinsson, Kjartan Steinn Jónasson, Viktor Smári Sveinsson, Lárus Sólon Biering Ottósson, Hákon Kári Jónsson.
Fremri röð frá vinstri: Trausti Þór Þorgilsson, Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Natan Dagur Fjalarsson, Hafþór Ingi Ingason, Aron Óli Ödduson.

B-liðið hafnaði í 2.sæti A-deildar í keppni B-liða, einu stigi á eftir toppliði Víkings en liðin mættust í lokaumferðinni í Boganum í gær þar sem okkar drengir unnu 3-0 sigur og tryggðu sér þar með silfuverðlaunin. Í þeirri deild var Þórsarinn Brynjólfur Bogason markahæstur með 15 mörk í 11 leikjum.

Smelltu hér til að sjá lokastöðuna í A-deild B-liða.

Silfurliðið.
Frá vinstri: Gunnþór Andri Björnsson, Aron Geir Jónsson, Daníel Smári Sveinsson, Viktor Skuggi Heiðarsson, Ragnar Logi Björnsson, Úlfur Blöndal Sigurðsson, Axel Óli Jónsson, Rúnar Snær Ingason, Jósef Orri Axelsson, Kolbeinn Óli Haraldsson og Brynjólfur Bogason.

Þessi þrjú lið léku samtals 66 leiki í Íslandsmótum sumarið 2025. Alls tóku 76 leikmenn þátt í leikjum 2.flokks Þór/THK/Völsungs/Magna á tímabilinu og má sjá nöfn þeirra allra hér að neðan.

Þjálfarar 2.flokks í sumar voru Aðalgeir Axelsson, Arnar Geir Halldórsson, Ármann Pétur Ævarsson og goðsögnin Páll Viðar Gíslason en sá síðastnefndi lauk störfum í lok maímánaðar. Þá sá Franko Lalic, markmannsþjálfari Þórs, um markmannsþjálfun.

Þessir leikmenn tóku þátt með 2.flokki Þórs/THK/Völsungs/Magna keppnistímabilið 2025

Mikill fjöldi meistaraflokksleikja

Eitt helsta markmið í starfi 2.flokks hjá Þór er að undirbúa leikmenn undir að taka skrefið upp í meistaraflokks fótbolta. Samhliða þessum árangri hér að ofan voru fjölmargir leikmenn á 2.flokks aldri sem tóku þátt með meistaraflokksliðum félaganna, þar á meðal eru Þórsarar sem voru lánaðir til nágrannafélaganna sem hluti af samstarfinu eins og sjá má á listanum hér að ofan.

Þór - 9 leikmenn á 2.flokks aldri komu við sögu með Þór í Lengjudeildinni sumarið 2025

Tindastóll - 7 leikmenn á 2.flokks aldri komu við sögu með Tindastóll í 3.deildinni sumarið 2025

Kormákur/Hvöt - 5 leikmenn á 2.flokks aldri komu við sögu með Kormáki/Hvöt í 2.deildinni sumarið 2025

Völsungur - 6 leikmenn á 2.flokks aldri komu við sögu með Völsungi í Lengjudeildinni sumarið 2025

Magni - 3 leikmenn á 2.flokks aldri komu við sögu með Magna í 3.deildinni sumarið 2025

Öll þessi meistaraflokkslið náðu mjög góðum árangri í sínum deildum í sumar.

Við óskum 2.flokki til hamingju með árangur sumarsins og hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa og dafna í framtíðinni.