Knattspyrna: Fjórði sigurinn í röð hjá Þór/KA

Shelby Money með allt á hreinu. Hennar verkefni er að halta boltanum fyrir utan línuna. Ljósmynd: Ár…
Shelby Money með allt á hreinu. Hennar verkefni er að halta boltanum fyrir utan línuna. Ljósmynd: Ármann Hinrik.

Þór/KA vann öruggann fjögurra marka sigur á liði Keflavíkur í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í gærkvöld. Fjórði sigurinn í röð og fjórir markaskorarar, ólíkt því sem verið hefur í fyrri leikjum liðsins í sumar.

Sandra María Jessen skoraði eina mark fyrri hálfleiksins eftir frábæra sókn upp hægri kantinn og fyrirgjöf Huldu Óskar Jónsdóttur. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Margrét Árnadóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir bættu við þremur mörkum á þrettán mínútna kafla í seinni hálfleiknum og sigur Þórs/KA raunar aldrei í hættu þegar leið á leikinn. 

Þór/KA - Keflavík 4-0 (1-0)

Þór/KA hefur því unnið fjóra leiki af fimm það sem af er deildarkeppninni og er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig, sex stigum á undan næsta liði.

Ármann Hinrik tók skemmtilega myndaseríu af fjórða markinu.