Knattspyrna: Þórsarar áfram eftir sigur á Fjölni

Ingimar Arnar Kristjánsson hirðir boltann úr neti þá verðandi bikarmeistara Víkings þegar Þór og Vík…
Ingimar Arnar Kristjánsson hirðir boltann úr neti þá verðandi bikarmeistara Víkings þegar Þór og Víkingur mættust í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Mynd:

Þórsarar eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 2-0 útisigur á Fjölni í dag. Ingimar Arnar Kristjánsson skoraði bæði mörk Þórs í seinni hálfleiknum.

Markalaust var í fyrri hálfleiknum, en Ingimar Arnar kom Þór yfir á 59. mínútu þegar hann skallaði boltann yfir markvörð Fjölnis eftir langa sendingu fram. Annað markið kom um það bil 20 mínútum síðar þegar hann afgreiddi sendingu inn fyrir vörnina laglega í stöng og inn.

Mjólkurbikarinn: Fjölnir - Þór 0-2 (0-0)

Þór er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum en aðrir leikir fara fram á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Dregið verður í átta liða úrslitin þriðjudaginn 21. maí. Leikirnir í átta liða úrslitum eru á dagskrá 12. og 13. júní.