Knattspyrna: Útileikir í Lengjubikar í dag

Þór og Þór/KA hefja keppni í Lengjubikarkeppninni í knattspyrnu í dag, bæði með útileikjum.

Þór mætir Njarðvík á Álftanesi og er vakin athygli á breyttum leikstað. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á gervigrasinu við Nettóhöllina í Reykjanesbæ, en hefur verið færður á Álftanesið vegna ástandsins á Reykjanesi. Þór/KA mætir ÍBV í Akraneshöllinni og hefur þeim leik verið flýtt um klukkutíma frá upphaflegri tímasetningu og hefst kl. 15:30.

Farið var yfir leikjadagskrá liðanna í Lengjubikarnum í frétt hér á heimasíðunni fyrr í vikunni - sjá hér.