Körfubolti: Bestu þakkir til allra sem lögðu hönd á plóg!

Nói Björnsson, formaður Þórs, Stefán Þór Pétursson, formaður körfuknattleiksdeildar, og Daníel Andri…
Nói Björnsson, formaður Þórs, Stefán Þór Pétursson, formaður körfuknattleiksdeildar, og Daníel Andri Halldórsson þjálfari. Mynd: Páll Jóhannesson.

Körfuknattleiksdeild Þórs vill minna á valgreiðslu sem fólki hefur verið boðið upp á í heimabönkum. Einnig bárust okkur áskoranir í tengslum við úrslitaleikinn að bjóða fólki upp á að styrkja deildina og stelpurnar með því að millfæra beint á reikning. 

Reikningsupplýsingar:

  • 0566 - 26 - 006908
  • 690888-1149

Í framhaldi af mögnuðum dögum og frábærri frammistöðu vill körfuknattleiksdeildin koma eftirfarandi á framfæri: 

- - -

Að fá að taka þátt í bikarhelginni í körfubolta er sannarlega einstök upplifun og skemmtun eins og Þórsarar komust að um helgina. Það er einnig gríðarleg vinna sem liggur að baki, bæði fyrir undanúrslit og svo aftur fyrir úrslitaleikinn sjálfan.

Formaður körfuknattleiksdeildar Þórs vill koma fram þakklæti til allra þeirra sem á einhvern hátt hjálpuðu við það að láta þennan frábæra dag verða eins góðan og hann var. Verkefnin voru óteljandi og hefðu ekki náðst eins vel og raun varð án þeirra. Hér á eftir fer ég stuttlega yfir þá sem eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa gert umgerðina frábæra.

  • Stjórn körfuknattleiksdeildar
  • Sérstakar þakkir fá Íþróttastjóri - og framkvæmdarstjóri Þórs, gott að eiga góða að þegar á reynir.
  • Aðaltsjórn Þórs
  • Ragnar Níels Steinsson
  • Formaður Þórs, Nói Björnsson
  • Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Þórs
  • Samfélagsmiðlahópur: Toggi, Guðjón Andri og Halli Ingólfs, Halli Ingólfs fyrir frábærar kynningar.
  • Styrktaraðliðar: VÍS, Greifinn, Höldur, SBA, Avis, Nettó, Akureyrarbær, Arion Banki, Íslensk Verðbréf, Slippurinn, BK-kjúklingur, Grazie o.fl.
  • KKÍ Heiðursgestur, Ásthildur Sturludóttir
  • Bæjarfulltrúarnir, Gunnar Már og Heimir Örn
  • Sigurlið Þórs 1975
  • RÚV
  • Mini Garðurinn
  • Newwafe-Craftverlsun og starfsfólk þeirra

Og síðast og ekki síst allt það fólk sem tók frá daginn til að styðja við bakið á stelpunum, þvílíkir stuðningsmenn sem við eigum. Við gerum þetta aftur sem fyrst.

Áfram Þór, þegar Þórshjartað slær í takt er allt hægt.

Stefán Þór Pétursson, formaður kkd. Þórs