Körfubolti: Einvígi Þórs og Skallagríms hefst í kvöld - Bílaleiga Akureyrar býður frítt á leikinn

Þór-Skallarímur og hnefleikar. Það er eitthvað. Þessir ætla þó að einbeita sér að körfuboltanum, von…
Þór-Skallarímur og hnefleikar. Það er eitthvað. Þessir ætla þó að einbeita sér að körfuboltanum, vonandi með góðum stuðningi úr stúkunni. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þór og Skallagrímur mætast í fyrsta leik úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í íþrótthöllinni á Akureyri í kvöld. Hnefaleiksýning verður í leikhléi.

Þórsarar enduðu sem kunnugt er í 5. sæti 1. deildar eftir mjög góðan endasprett þar sem liðið vann sex leiki í röð og kom sér upp fyrir Skallagrím og nældi sér þar með í heimaleikjaréttinn gegn Borgfirðingum. Þór vann báðar viðureignir þessara liða í deildinni í vetur, fyrst tíu stiga sigur í Borgarnesi í byrjun janúar, 67-77, og svo sjö stig sigur í lokaumferð deildarinnar í lok mars, 86-79. 

Fyrsti leikur liðsins fer fram í Íþrótthöllinni Akureyri í kvöld og hefst kl. 19:15. Körfuknattleiksdeildin bryddar upp á skemmtilegri nýjung í leikhléi í kvöld, en þá munu keppendur frá hnefaleikadeild Þórs sýna listir sínar á gólfinu. 

Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið. Næstu leikir verð síðan dagskrá í Borgarnesi þriðjudaginn 9. apríl og í Höllinni Akureyri laugrdaginn 13. apríl kl. Þann dag verður svokallaður tvíhöfði því fyrr um daginn mætir kvennalið Þórs liði Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna.