Körfubolti: Þór og Grindavík mætast í úrslitakeppni Subway-deildarinnar

Mynd: Páll Jóhannesson.
Mynd: Páll Jóhannesson.

Liðin sem börðust í eftirminnilegum leik í undanúrslitum VÍS-bikarkeppni kvenna í körfubolta fyrir skemmstu, Þór og Grindavík, munu mætast í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Þetta varð ljóst eftir úrslit gærkvöldsins.

Þór og Valur mættust í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld. Liðin börðust um 6. sæti deildarinnar. Sex stiga sigur Vals þýðir að Valur endar í 6. sæti og Þór í 7. sæti.

Þór - Valur (15-20) (17-23) 32-43 (19-22) (26-18) 77-83

Maddie Sutton og Lore Devos voru sem fyrr í fararbroddi liðsins, Maddie með 24 stig og 14 fráköst og 45 í framlag, og Lore með 22 stig. Brooklyn Pannell var öflugust í liði gestanna, skorði 32 stig.

Stig/fráköst/stoðsendingar

Maddie Sutton 24/14/4, Lore Devos 22/9/7, Eva Wium Elíasdóttir 13/4/4, Hrefna Ottósdóttir 12/5/1, Emma Karólína Snæbjarnarnardóttir 3/1/0, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 2/5/0, Heiða Hlín Björnsdóttir 1/0/1.

Átta lið úrslit hefjast mánudaginn 8. apríl

Fyrsti leikur í einvígi Þórs og Grindavíkur fer fram í Smáranum í Kópavogi mánudaginn 8. apríl og hefst kl. 19. Fyrsti heimaleikur Þórs í einvíginu verður laugardaginn 13. apríl kl. 17, en strax að honum loknum verður leikur í átta liða úrslitum 1. deildar karla þar sem Þór tekur á móti Skallagrími kl. 19.

Vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í undanúrslit. Fjórði og fimmti leikur í seríunni milli Þórs og Grindavíkur verða 20. og 24. apríl ef þarf.