Körfubolti: Verðlaunahafar á lokahófi

Velflestir leikmanna meistaraflokks karla og kvenna tímabilið 2023-24. Myndir: Guðjón Andri Gylfason…
Velflestir leikmanna meistaraflokks karla og kvenna tímabilið 2023-24. Myndir: Guðjón Andri Gylfason.

Maddie Sutton, Eva Wium Elíasdóttir, Emma Karólína Snæbjarnardóttir, Baldur Örn Jóhannesson, Jason Gigliotti og Reynir Róbertsson voru verðlaunuð á lokahófi körfuknattleiksdeildar um helgina. Baldur, Eva og Karen Lind Helgadóttir náðu 100 leikja áfanga í vetur.

Körfuboltaliðin okkar gerðu sér glaðan dag ásamt sjálfboðaliðum í gær að afloknu einu besta tímabili liðanna í langan tíma. Lokahófið var með hefðbundum hætti þar sem formaður og þjálfarar liðanna gerðu upp árið ásamt því að liðin buðu upp á skemmtiatriði. Fram kom, sem hefur verið vitað í nokkurn tíma, að Óskar Þór Þorsteinsson mun ekki stýra karaliðinu áfram á næsta ári, en hann hefur verið með liðið tvö síðastliðin keppnistímabil. Eftir erfitt fyrsta ár fékk hann traustið til að vera áfram og skilaði liðinu í 5. sæti deildarkeppninnar og í undanúrslit. Daníel Andri Halldórsson náði frábærum árangri með kvennalið félagsins, sem fór alla leið í bikarúrslitaleikinn, endaði í 7. sæti Subway deildarinnar og fór í átta liða úrslit. 

Þjálfarar liðanna verðlaunuðu efnilegustu leikmenn, bestu varnarmenn og mikilvægustu leikmenn liðanna.

  • Mikilvægasti leikmaður: Maddie Sutton
  • Besti varnarmaður: Eva Wium Elíasdóttir
  • Efnilegasti leikmaður: Emma Karólína Snæbjarnardóttir

 

  • Mikilvægasti leikmaður: Baldur Örn Jóhannesson
  • Besti varnarmaður: Jason Gigliotti
  • Efnilegasti leikmaður: Reynir Róbertsson

Þá fengu þau Eva Wium Elíasdóttir, Karen Lind Helgadóttir og Baldur Örn Jóhannesson viðurkenningu fyrir að ná 100 leikja áfanga í vetur.


Heiða Hlín Björnsdóttir, með verðlaunagrip Maddie Sutton, Eva Wium Elíasdóttir, Emma Karólína Snæbjarnardóttir og Daníel Andri Halldórsson þjálfari.


Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson, Jason Gigliotti, Baldur Örn Jóhannesson og Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari. 

Megnið af leikmannahópi kvennaliðs Þórs. Frá vinstri: Hlynur Freyr Einarsson aðstoðarþjálfari, Kristín María X, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, Emma Karólína Snæbjarnardóttir, Rebekka Hólm Halldórsdóttir, Valborg Elva Bragadóttir, Vaka Bergrún Jónsdóttir, Hrefna Ottósdóttir, Katrín Eva Óladóttir, Karen Lind Helgadóttir, Eva Wium Elíasdóttir, Heiða Hlín Björnsdóttir og Daníel Andri Halldórsson þjálfari.


Flestir þeirra sem komu við sögu í leikjum karlaliðs Þórs í vetur mættu á lokahófið og stilltu sér upp fyrir myndatöku. Frá vinstri: Kolbeinn Fannar Gíslason, Baldur Örn Jóhannesson, Óskar Þór Þorsteinsson þjálfari, Andri Már Jóhannesson, Smári Jónsson, Páll Nóel Hjálmarsson, Hákon Hilmir Arnarsson, Sigurjón Trausti Guðgeirsson Hjarðar, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson, Jason Gigliotti, Arngrímur Alfreðsson, Fannar Ingi Kristínarson, Róbert Orri Heiðmarsson, Skírnir Ingi Hermannsson, Harrison Butler og Ivica Petric aðstoðarþjálfari. Mynd: Guðjón Andri Gylfason.