Nú er komið að strákunum að stíga á parketið

Fyrirliðinn Kolbeinn Fannar Gíslason
Fyrirliðinn Kolbeinn Fannar Gíslason

Á morgun, föstudaginn 23. september hefst tímabilið formlega hjá karlaliði Þórs í körfubolta og fyrsta verkefnið er að sækja lið Álftanes heim. Leikurinn fer fram á Álftanesi og hefst klukkan 19:15.

Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Þórs frá síðasta tímabili. Auk erlendu leikkannanna sem voru á mála hjá Þór hafa eftirtaldir yfirgefið Þór. Dúi Þór Jónsson fór í Álftanes, Ólafur Snær Eyjólfsson í Breiðablik og Ragnar Ágústsson í Tindastól. Þá hætti Bjarki Ármann með liðið ásamt aðstoðarmönnum.

Þór teflir fram þremur nýjum erlendum leikmönnum þeim Tarojae Brake sem er Bandarískur leikstjórnandi, framherjanum Toni Cutuk er Króatískur og framherjinn Zak Harris sem kemur frá Svíþjóð.

Þá var Óskar Þór Þorsteinsson ráðinn þjálfari en hann hafði um árabil þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og þá var að hann aðstoðarþjálfari hjá Álftanesi síðustu tvö tímabil.

Leikinn verður þreföld umferð í deildinni í vetur og auk Þórs eru eftirtalin lið í deildinni: Selfoss, ÍA, Sindri, Ármann, Hrunamenn, Hamar, Fjölnir, Skallagrímur og Álftanes.

Allir heimaleikir liðsins fara fram í höllinni og leikjaplanið má nálgast með því að smella HÉR 

Gert er ráð fyrir því að öllum heimaleikjum liðsins (að undanskildum leikjum sem sjónvarpsstöðvar sýna) verði í beinu streymi á ÞórTV.

Miðaverð á leikina er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Vert er að hvetja fólk til þess að kynna sér kosti þess að vera aðilar að Sjötta manninum stuðningsmannaklúbbi deildarinnar. Upplýsingar um klúbbinn og skráning smellið HÉR 

Eins og áður segir sækir Þór lið Álftanes heim í fyrstu umferð en fyrsti heimaleikur vetrarins verður föstudagskvöldið 30. september en þá koma Skagamenn í heimsókn í höllina.

Leikmannahópur Þórs veturinn 2022-2023

Áfram Þór alltaf, alls staðar