Óskar og Edgars með silfur á Íslandsmótinu

Óskar Jónasson og Edgars Kede Kedza með silfurverðlaunin í tveímenningi, ásamst Íslandsmeisturunum H…
Óskar Jónasson og Edgars Kede Kedza með silfurverðlaunin í tveímenningi, ásamst Íslandsmeisturunum Helga Pjetri og Haraldi Birgissyni. Mynd: ÍPS

Óskar Jónasosn og Edgars Kede Kedza frá píludeild Þórs unnu til silfurverðlauna á Íslandsmótinu í tvímenningi í krikket, einni grein pílukastsins. Óskar komst einnig í undanúrslit í keppni í einmenningi. Mótið fór fram í aðstöðu píludeildarinnar á laugardag og sunnudag.

Óskar Jónasson og Edgars Kede Kedza náðu lengst Þórsara í tvímenningnum. Þeir komust í úrslitaleikinn, en töpuðu þar 6-0. Þeir Óskar og Edgars höfðu unnið Jason Wright og Axel James í 16 liða úrslitum (4-0), Lukasz Knapik og Henrik Huga Helgason í átta liða úrslitum (4-2) og Hólmar Árnason og Arngrím Anton Ólafsson í undanúrslitunum (5-2). Davíð Örn Oddsson og Viðar Valdimarsson komust í átta liða úrslitin, en töpuðu þar fyrir verðandi meisturum, Haraldi Birgissyni og Helga Pjetri (4-0).

Aðrir keppendur frá píludeild Þórs sem komust upp úr riðlunum og í 16 liða úrslit, en máttu játa sig sigraða þar voru Geisli Hreinsson og Sigurbjörn Arnar Sigurgeirsson, Ingi Þór Stefánsson og Ágúst Örn Vilbergsson, Friðrik Gunnarsson og Jón Svavar Árnason, og Jason Wright og Axel James Wright.

Dóra Óskarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir fóru í undanúrslit í tvímenningnum, en biðu þar lægri hlut, 2-5, gegn Brynju Herborgu og Söru Heimisdóttur.

Óskar komst í undanúrslit í einmenningi

Óskar Jónasson var sá Þórsari sem náði lengst á mótinu, en auk silfurverðlaunanna í tvímenningi komst hann í undanúrslit í einmenningi í gær. Þar beið hann ósigur gegn Lukasz Knapik, 2-5. Óskar hafði unnið Alexander Baldvin Sigurðsson í 32ja manna úrslitum (4-1), Sigurjón Hauksson í 16 manna (4-0), Árna Ágúst Daníelsson í átta manna úrslitum (4-3), en var svo sleginn út í undanúrslitunum.

Af öðrum Þórsurum er það helst að segja að Viðar Valdimarsson og Jason Wright komust í átta manna úrslit, Edgars Kede Kedza og Sigurður Brynjar Þórisson komust í 16 manna úrslit og þeir Guðmundur Óli Steingrímsson, Davíð Örn Oddsson og Markús Darri Jónasson komust í 32ja manna úrslit.

Kolbrún Gígja Einarsdóttir komst upp úr riðlinum og í átta manna úrslit í einmenningi, en tapaði þar fyrir Kittu Einarsdóttur, 2-4.

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja í mótinu, bæði í tvímenningi og einmenningi:

Nokkrum dögum fyrir Íslandsmótið var tilkynnt að Óskar Jónasson væri einn af þeim sem hafa verið valdir til þátttöku í Úrvalsdeildinni í pílukasti í haust, en hún verður í beinni útsendingu á Stöð 2.

Fréttir og fleiri myndir af verðlaunahöfum og afhendingu má finna á vef ÍPS.

Fjórir bestu í einmenningnum. Haraldur Birgisson (3.-4.), Lukasz Knapik (2.), Íslandsmeistarinn Alexander Veigar Þorvaldsson og okkar maður, Óskar Jónasosn (3.-4.). Mynd: ÍPS

Haraldur Birgisson og Óskar Jónasson, sem báðir máttu játa sig sigraða í undanúrslitunum í einmenningi. Mynd: ÍPS


Óskar Jónason mun keppa í Úrvalsdeildinni í pílukasti í haust, í beinni á Stöð 2.