Pílukast: Páskamót píludeildar í kvöld

Píludeild Þórs stendur fyrir páskamóti sem fram fer í aðstöðu deildarinnar í íþróttahúsinu við Laugargötu í kvöld. Keppt er í tvímenningi og eru 72 þátttakendur skráðir til leiks. 

Dregið hefur verið í riðla og má sjá riðlaskiptinguna á myndunum hér að neðan. Alls eru 36 lið skráð til leiks og verður spilað í átta riðlum. Veitt verða verðlaun fyrir sigur í A og B keppni, ásamt verðlaunum til liðsins sem mætir í flottustu búningunum. Aukaverðlaun verða einnig fyrir a) að klára leik á búllinu í 15 umferðum eða færri, b) vinna leik með því að hitta tvöfaldan 19 tvisvar (76 eftir) og c) vinna leik með því að hitta tvöfaldan 14 tvisvar (56 eftir).

Húsið verður opnað kl. 18:30 og byrjað að spila í riðlum kl. 19.