Pílukast: Tólf Þórsarar á Íslandsmóti félagsliða

Þórsarar mættir á Bullseye, talið frá vinstri: Hrefna Sævarsdóttir, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Frið…
Þórsarar mættir á Bullseye, talið frá vinstri: Hrefna Sævarsdóttir, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Friðrik Gunnarsson, Dóra Óskarsdóttir, Andri Geir Viðarsson, Garðar Gísli Þórisson, Ingibjörg Björnsdóttir, Davíð Örn Oddsson, Óskar Jónasson, Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson, Sigurður Fannar Stefánsson og Viðar Valdimarsson.
- - -

Tólf manna sveit, fjórar konur og átta karlar, frá píludeild Þórs tekur um helgina þátt í Íslandsmóti félagsliða sem fram fer á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík.

Keppni er hafin í tvímenningi og síðan keppt í einmenningi síðar í dag. Á morgun verður svo liðamót.

Hér eru tenglar á streymi frá mótinu: Íslandsmót félagsliða 2023 - Beinar útsendingar[:] - ÍPS - Dart.is

Hér er hægt að fylgjast með framgangi mótsins og úrslitum leikja: Íslandsmót félagsliða 2023 - TV DartConnect