Pílukast: Vonbrigði í liðakeppninni

Íslandsmót félagsliða í pílukasti fór fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík. Mynd: Píludeild Þ…
Íslandsmót félagsliða í pílukasti fór fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík. Mynd: Píludeild Þórs.
- - -

Eins og fram kom í frétt fyrr í dag tóku tólf Þórsarar þátt í Íslandsmóti félagsliða sem fram fór í Reykjavík um helgina. Farið var yfir árangur í einmenningi og tvímenningi í fyrri frétt og nú er komið að liðakeppninni.

Þór sendi þrjú lið til keppni, Þór A og B í karlaflokki og eitt lið í kvennaflokki. Því miður náði ekkert liðanna að komast áfram úr riðlakeppninni.  Upplýsingar og myndir eru af Facebook-síðu píludeildarinnar.

Karlar

 • Þór A
  Davíð Örn Oddsson, Óskar Jónasson, Sigurður Fannar Stefánsson og viðar Valdimarsson.
  • Tap á móti PG2 (Pílufélag Grindavíkur) í oddalegg, 8-9.
  • Sigur á PFR (Pílufélag Reykjavíkur), 9-4.
  • Tap á móti PKS (Pílukastfélag Skagafjarðar), 7-9
  • Tapið í lokaleiknum gerði út um vonir A-liðsins um að komast upp úr riðlinum.
 • Þór B
  Andri Geir Viðarsson, Friðrik Gunnarsson, Garðar Gísli Þórisson, Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson.
  • Tap á móti PFH1 (Pílufélag Hafnarfjarðar), 1-9
  • Tap á móti PG1 (Pílufélag Grindavíkur), 0-9
  • Tap á móti PKS (Pílukastfélag Skagafjarðar), 7-9
  • Þór B lið komst því ekki áfram úr riðlinum.

Konur

 • Þór
  Dóra Óskarsdóttir, Hrefna Sævarsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Kolrún Gígja Einarsdóttir.
  • Tap á móti PR (Pílufélag Reykjanesbæjar), 7-9.
  • Tap á móti PG (Pílufélag Grindavíkur), eftir oddalegg, 8-9.
  • Tap á móti PFH2 (Pílukastfélag Hafnarfjarðar), 2-5
  • Tap á móti PFH1 (Pílukastfélag Hafnarfjarðar), 2-5


Hópurinn sem stóð í ströngu um helgina: Hrefna Sævarsdóttir, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Friðrik Gunnarsson, Dóra Óskarsdóttir, Andri Geir Viðarsson, Garðar Gísli Þórisson, Ingibjörg Björnsdóttir, Davíð Örn Oddsson, Óskar Jónasson, Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson, Sigurður Fannar Stefánsson og Viðar Valdimarsson.