Sannfærandi sigur í lokaleik tímabilsins

Drengir úr minnibolta 10 ára með meistararflokki í kvöld. Mynd: Palli Jóh
Drengir úr minnibolta 10 ára með meistararflokki í kvöld. Mynd: Palli Jóh

Sannfærandi sigur í lokaleik tímabilsins

Það hafa eflaust margir tippað á sigur Hrunamanna gegn Þór í kvöld en liðin áttust við í lokaumferðinni í íþróttahöllinni í kvöld. Liðin höfðu mæst í tvígang í vetur þegar liðin mættust í kvöld og höfðu Hrunamenn betur í báðum viðureignunum í afar spennandi leikjum. En dæmið snérist rækilega við í kvöld því Þór tók öll völd á vellinum strax á fyrstu andartökum leiksins og leiddu allt til enda mest með 34 stigum.

Segja má að Þórsarar hafi lagt línurnar í fyrsta leikhluta sem þeir unnu með 23 stigum 37:14. Gestirnir voru hálf ráðvilltir og lengi að átta sig á baráttu heimamanna sem var hreint út sagt frábær.

Gestirnir komu sterkari inn í annan leikhlutann og Þórsarar hægðu ögn á og leikurinn í öðrum leikhluta jafn. Hrunamenn unnu leikhlutann með þremur stigum 21:24 en Þórsarar fóru inn í hálfleikinn með tuttugu stiga forskot 58:38 sem var fyllilega verðskuldað.

Í hálfleik voru þeir Smári Jóns með 16 stig Toni Cutuk 15, Baldur Örn 12 og Páll Nóel 7.

Hjá gestunum var Ahmad Gilbert komin með 1stig og Samuel Burt 8.

Eftir að hafa gefið svolítið eftir í öðrum leikhluta bættu Þórsarar aftur í og bættu jafnt og þétt í forskotið sem var orðið 35 stig ein og hálf mínúta lifði af fjórðungnum 80:45.

Þórsarar unnu leikhlutann með ellefu stigum 24:15 og höfðu því 29 stiga forskot þegar lokakaflinn hófst 82:53.

Þegar hér var komið við sögu voru úrslit leiksins löngu ráðin, aðeins spurning um hversu stór sá sigur yrði. Hrunamenn voru ögn beittari á lokakaflanum sem þeir unnu með sjö stigum 19:26 en öruggur 22 stiga Þórssigur staðreynd.

Allir leikmenn Þórs skiluðu góðu verki í kvöld og sigurinn var liðsheildarinnar. Í kvöld kom Jón Böðvarsson inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik undir lokin og gerði sér lítið fyrir og skoraði síðustu stig Þórs um það leiti sem leiktíminn rann út.

Í liði gestanna var Ahmad Gilbert allt í öllu hann var með 34 stig og þeir Óðinn Freyr, Samuel Burt og Þorkell Jónsson 10 stig hver.

Nánri tölfræði

Gangur leiks eftir leikhlutum: 37:14 / 21:24 (58:38) 24:15 / 19:26 = 101:79

Framlag leikmanna Þórs: Toni 20/14/4, Smári Jóns 19/4/8, Baldur Örn 16/18/3, Zak Harris 14/2/2, Páll Nóel 12/3/1, Bergur Ingi 6/4/0, Arngrímur Alfreðsson 5/1/1, Andri Már 4/3/0, Hlynur Freyr 3/3/0, Jón Böðvarsson 2 stig og Kolbeinn Fannar 0/5/2.

Framlag Hrunamanna: Ahmad Gilbert 34/8/3, Óðinn Freyr 10/3/2, Samuel Burt 10/10/1, Þorkell Jónsson 10/2/2, Hringur Karlsson 5/1/1, Friðrik Vignisson 4/2/2, Dagur Úlfarsson 4/3/0 og Patrik Gústafsson 2/2/2.

Löngum og erfiðum körfuboltavetri hjá strákunum á enda leiktíð sem einkenndist mjög af miklum meiðslum leikmanna og skipti á erlendum leikmönnum.

Þór endaði tímabilið í neðsta sæti deildarinnar með 4 stig en Hrunamenn sæti ofar með 18 stig.

Staðan í deildinni:

Myndir úr leiknum Palli Jóh

Viðtöl

Óskar Þór Þorsteinsson

Baldur Örn Jóhannesson