Sigurður Marinó heiðraður

Sigurður Marinó Kristjánsson fékk blómvönd og myndir af sjálfum sér frá ferlinum með Þór.
Sigurður Marinó Kristjánsson fékk blómvönd og myndir af sjálfum sér frá ferlinum með Þór.

Fyrir leik Þórs og Grindavíkur í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag var Sigurður Marinó Kristjánsson heiðraður af stjórn knattspyrnudeildar.

Sigurður Marinó hefur lagt skóna á hilluna, en hann lék langmestan hluta ferils síns með Þór. Hann á að baki alls 356 leiki í mótum á vegum KSÍ, 327 með Þór og 29 með Magna. Auk þessara leikja eru svo fjórir Evrópuleikir. Sigurður Marinó spilaði 56 leiki með Þór í efstu deild.